NÚ býður upp á metnaðarfullar rafíþróttaæfingar fyrir iðkendur frá 8-18 ára aldur. Skráningar á námskeiðin fara fram í gegnum Sportabler ýmist á :

https://www.sportabler.com/shop/fh/rafithrottir

https://www.sportabler.com/shop/nu/rafithrottir

en þar má einnig sjá yfirlit og lýsingar námskeiðanna sem eru í boði hverju sinni. Flest sveitarfélag í nágrenni Hafnarfjarðar veita frístundastyrk sem nýta má upp í æfingagjöldin. Ýmsar óformlegri upplýsingar um starfið má sjá hér: https://www.facebook.com/nurafithrottir. Æfingarnar fara fram í frábærri aðstöðu NÚ við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði.

Umsjónarmenn rafíþrótta NÚ eru Daníel Örn Auðunsson og Ingólfur Sigurðsson.

Á vorönninni 2023 eru þrenns konar námskeið í boði:

  • MIX-námskeið fyrir 8-16 ára á þriðjudögum og fimmtudögum milli 15:30-16:45 (hópur 1) og hins vegar milli kl. 16:45-18:00 (hópur 2). Námskeið í blönduðum hóp samanstendur af leikjaspilun í fjölbreyttu úrvali tölvuleikja. Hér er lagt mikla áherslu á hreyfingu og félagslíf samhliða spiluninni. Nemendur fá frelsi til þess að spila leiki undir þeirra áhugasviði og taka þátt í hópaspilun.
  • Rafíþróttir NÚ leggja áherslu á íþróttamanninn, að hjálpa honum að sigrast á hindrunum til þess að ná árangri. Líkamleg heilsa er augljóslega mikilvæg sérstaklega í greinum þar sem setið er lengi í senn. Nemendur næra sig því með líkamlegri hreyfingu. Stefna er sett á að bæta nemendur í rafíþróttum, félagslífi, líkamlegri og andlegri getu.
  • Rafíþróttadeild Nú áskilur sér rétt til þess að leggja niður námskeið náist ekki lágmarks þátttaka og/eða breyta tímum.
  • Foreldrar eru beðnir um að hafa samband ef nemendur mega EKKI spila ákveðna leiki.
  • FPS-námskeið (first person shooter) á mánudögum og miðvikudögum milli 15:30-16:45 annars vegar og hins vegar milli kl. 16:45-18:00 hins vegar. FPS hópur er nýjung hjá NÚ. Hér stefnum við að bætingu nemenda í fyrstu persónu skotleikjum. Nemendur æfa samstillingu augna og handa, samskipti, snerpu, þrautalausnir og að sjálfsögðu líkamann í líkamsrækt NÚ. Nemendur munu koma til með að spila Counter-strike, Fortnite, Overwatch, Valorant, Warzone sem og fleiri leiki. Rafíþróttadeild Nú leggur áherslu á íþróttamanninn, hjálpar honum að sigrast á hindrunum til þess að ná árangri. Líkamleg heilsa er augljóslega mikilvæg sérstaklega í greinum þar sem setið er lengi í senn. Nemendur næra sig því með líkamlegri hreyfingu. Stefna er sett á að bæta nemendur í rafíþróttum, félagslífi, líkamlegri og andlegri getu.
  • Minecraft-námskeið er á föstudögum kl. 15:30-16:45. Á námskeiðinu er lagt áhersla á félagsskap, þrautalausnir og hreyfingu. Nemendur koma mest megnist til með að spila Minecraft. Minecraft er tölvuleikur byggður á raunveruleikanum. Spilarar geta byggt, barist og eflt sitt ímyndunarafl. Nemendur verða að eiga aðgang að leiknum. 

Sumarið 2022 voru í boði vikulöng námskeið á daginn, bæði fyrir hádegi og eftir hádegi, og reikna má að svipað námskeiðsframboð verði í boði sumarið 2023. Auglýst síðar.

Til viðbótar við reglubundnar æfingar og styttir sumarnámskeið eru fyrirhugaðir reglulegir félagslegir atburðir, mót og LAN-spilun á vegum Rafíþrótta NÚ.