Í NÚ leggjum við mikið upp úr því að nemendur borði holla fæðu með reglubundnum hætti yfir daginn. Allir nemendur og foreldrar fá fræðslu um næringarfræði og nemendur fá aðhald í því að hafa með sér hollt nesti. Nemendur mæta vel nærðir í skólann klukkan 09:00, taka nesti klukkan 10:30 og snæða hádegisverð klukkan 12:30. Að skóladegi loknum klukkan 15:00 eru nemendur hvattir til að borða áður en þeir yfirgefa skólann.

Hádegisverðurinn er snæddur í NÚ en eldaður hinu megin við götuna í Tækniskólanum þaðan sem okkur býðst afbragðs matur frá fyrirtækinu Smjattpatti ehf. Allur maturinn er eldaður frá grunni og því eins ferskur og heitur og hægt er hverju sinni. Hádegismaturinn er mjög fjölbreyttur og vel útilátinn. Tækniskólinn gefur sig út fyrir að vera heilsueflandi framhaldsskóli og hér fyrir neðan eru tenglar á frekari upplýsingar er varða fyrirtækið og matinn.

Smjattpatti ehf. á facebook

Heimasíða Tækniskólans/matur

Matseðill vikunnar