Hér að neðan er hluti af námsefninu sem nemendur NÚ fara í gegnum í áfanganum “Íþróttavísindi” þar sem við fjöllum m.a. um svefnvísindi. Öðru hverju yfir skólaárið, og t.d. þegar þetta námsefni er til umfjöllunar, fá nemendur að bera heilsuúr á sér í 5-7 daga þar sem safnað er upplýsingum um svefnvenjur þeirra. Þær upplýsingar hjálpa til við að auka meðvitund nemandans um sínar svefnvenjur og tengja við upplýsingar um áhrif svefns á geðheilsu og líkamlega heilsu.
Íþróttavísindin hjá NÚ eru kennd á vendinámsformi þar sem nemendur horfa vikulega á fyrirlestur, mæta svo í tíma og þreyta einfalt krossapróf sem kannar þekkingu nemandans á efninu, og restin af tímanum með kennara er svo nýttur í umræður um innihald hvers fyrirlesturs.
- Svefn 1 – Glærur
- Svefn 1 – Fyrirlestur á myndbandi
- Svefn 2 – Glærur
- Svefn 2 – Fyrirlestur á myndbandi
- Svefn 3 – Glærur
- Svefn 3 – Fyrirlestur á myndbandi
- Svefn 4 – Glærur
- Svefn 4 – Fyrirlestur á myndbandi
- Svefn 5 – Glærur
- Svefn 5 – Fyrirlestur á myndbandi
Þér er frjálst að nota efnið hér að ofan eins og það er. Óskir um að nýta efnið með breyttu sniði skulu sendar á kristjan@framsynmenntun.is