Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Er forvitinn, hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Sigríður Kristjánsdóttir útskrifaðist sem þroskaþjálfi árið 1979 og lauk viðbótarnámi til BA-gráðu árið 2002. Lauk meistaragráðu í stjórnun menntastofnana árið 2009 og er viðurkenndur markþjálfi frá HR. Starfaði lengst hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, sem forstöðumaður, starfsmannastjóri og framkvæmdastjóri stofnunarinnar til 10 ára. Mikil áhugakona um íþróttir og lýðheilsu almennt og stundar útihlaup sér til heilsubótar.

Kristján Ómar Björnsson útskrifaðist með mastersgráðu í tónlistarfræðum frá Gautaborgarháskóla árið 2005. Hefur sinnt flestum störfum innan íþróttahreyfingarinnar og verið þjálfari í fullu starfi frá 2008. Hefur kennt sem stundakennari í íþróttatengdu námi við framhalds- og grunnskóla frá 2008. Haft einlægan áhuga á heilbrigðum lífstíl frá blautu barnsbeini, er mikill dýravinur og elskar að hverfa inn í sagnaheim Tolkiens.