';
Algengar Spurningar
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

Hver eru námsgjöldin?

Námsgjöldin eru 17.900 kr. á mánuði í 10 mánuði á ári.

Er NÚ aðeins fyrir afreksíþróttafólk – Hvernig er valið inn?

NEI! NÚ er tilvalinn fyrir alla í 8.-10. bekk sem hafa einlægan áhuga á íþróttum og stunda þær sér til gagns og gaman óháð getu. Grunnreglan er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær en við áskiljum okkur rétt til þess að taka mið af búsetu og kyni. Umsækjendur verða boðaðir ásamt foreldri eða forráðamanni í viðtal eftir þeirri röð sem umsóknir berast. Allir geta sótt um að komast í NÚ en tekið er á móti takmörkuðum fjölda nemenda skólaárið 2019-2020.

Hvar fer kennslan fram?

NÚ hefur sitt aðal aðsetur við Flatahraun í Hafnarfirði. Íþróttir verða kenndar í Bjarkarhúsinu (250 m frá) og sund í Suðurbæjarlaug. List- og verkgreinar verða kenndar í húsi Tækniskólans, hinumegin við götuna, og heimilsfræði í glæsilegri aðstöðu Flensborgarskóla.

Hvernig er námsfyrirkomulagið í NÚ?

Í NÚ er stundað vendinám, þar sem innlögn kennara er fyrirfram aðgengileg á netinu svo hver og einn nemandi geti farið áfram á sínum hraða. Hver nemandi fær fartölvu til fullra afnota á meðan hann stundar nám hjá okkur. Í NÚ er kennt í lotum þar sem 2-3 námsfög eru tekin fyrir og  hverri lotu lýkur með námsmati. Mikil áhersla lögð á að halda nemendum líkamlega virkum gegnum skóladaginn og kyrrseta takmörkuð með ýmsum leiðum. Viltu vita meira um vendinám? Smelltu þá hér